Print this page

Forsíða

Silfra, Þingvellir


TILBOÐ! Byrjendanámskeið.  Framundan á vorönn 2017 erum við að fara af stað með byrjendanámskeið og að því loknu munu allir þáttakendur fá dúndurtilboð í kaup á öllum þeim búnaði sem til þarf til að stunda köfun.  Verðið á byrjendanámskeiðinu hefur nú í um 2 ár verið kr. 120.000 en er nú á tilboði fram á vorið á aðeins kr. 99.900.  Áhugasamir verið í sambandi við Héðinn í síma 699 3000 eða á hedinn@kafarinn.is

Gjafabréf í köfun
Við hjá Kafarinn.is bjóðum upp á gjafabréf fyrir köfunarnámskeið.  Hægt er að velja námskeið, eða hreinlega uppæð á gjafabréfið.  Til að fá frekari upplýsingar, eða til að panta gjafabréf, vinsamlegast hafið samband við Héðinn í síma 699 3000

Byrjendanámskeið í köfun
Við hjá Kafarinn.is erum með byrjendanámskeið á döfinni núna á vorönn 2017.  Tíminn framundan er besti tími ársins til að læra köfun, þar sem allt sumarið er svo framundan til að stunda sportið.  Kennslan fer fram á kvöldin og um helgar eða eftir samkomulagi við hvern og einn.


Seac Sub tilboð sem ekki er hægt að toppa!
Vegna frábærra samninga við Seac Sub getum við núna boðið allan búnað sem til þarf til að geta byrjað í köfun fyrir aðeins krónur 399.900,-  Þetta verð er jafnvel betra en hægt er að fá erlendis á sama búnaði!  Þetta er eins og áður kom fram hægt vegna hagstæðra samninga og vegna þess að við liggjum ekki með búnaðinn á lager, heldur pöntum við hann eftir þörfum.  Afgreiðslutíminn frá Seac Sub er ótrúlega skammur og búnaðurinn er venjulega kominn til landsins á 5 - 10 dögum.  Verið í sambandi til að fá frekari upplýsingar.  Við höfum núna í einhver 2- 3 ár  notað Seac Sub búnaðinn í túristaköfunum okkar á Þingvöllum og erum mjög ánægð með búnaðinn.

Köfunarskólinn Kafarinn.is rekur netverslun
Við erum sem stendur að vinna að því að uppfæra alla þá vöru sem við bjóðum uppá inn á netverslun okkar.  Sú vinna er nú langt komin og allar þær vörur sem eru á verslunarvef okkar eru nú uppfærðar og rétt verðlagðar, með venjulegum fyrirvara um prentvillu.

Hvaða skírteini fæ ég?
Það sem við erum að bjóða uppá eru námskeið kennd eftir alþjóðastöðlum gefnum út af stærstu Sportköfunarsamtökum heimsins, PADI. Allir sem klára námskeið, fá skírteini sem gefið er út af PADI og er þekkt um allan heim og virkar sem alþjóðaskírteini í köfun.

Atvinna í boði
Ert þú sá sem við leitum eftir?.  Kafarinn.is leitar eftir fólki sem áhuga hefur á að starfa við köfun.  Um er að ræða hlutastarf fyrir nokkra aðila, með möguleika á fullu starfi.  Áhugasamir sendi póst á hedinn@kafarinn.is